x

fimmtudagur, 18. nóvember 2004

Ég fékk bók en hún fékk nál og tvinna.. hönd í hönd við læddumst hægt og hljótt.. sælli börn nú sjaldgæft er að finna ég syng um mínu allra bestu jól!;)

Já jólin eru aaaaalveg að koma;) VÁ hvað ég hlakka til þegar hlutaprófin eru búin.. en samt ekkert svo því að þá líða bara nokkrir dagar og þá skella lokaprófin á! ég hlakka til þegar þau eru búin. Lífeðlsifræði, erfðafræði og líffræði, ég skal segja ykkur það að þetta er drulluflókið.. ekki nóg með það að maður les þetta aftur og aftur en það skýrist ekkert betur:/

STUTTMUNDUR á föstudaginn! EF fólk mætir ekki þá fer illa fyrir því.... léttspaug! En ég sem meðlimur í stjórn er orðin hundleið á því að vera alltaf að eyða mínum tíma ( sem er ágætt ef maður fær eikkvað fyrir það) í að skipuleggja eikkvað fyrir nemendafélagsmeðlimi og svo mætir enginn.. T.d. morfís keppni og gettu betur.. það var skemmtilegt fólk, háttvirtir dómarar, veitingar í boði og góð skemmtun, EKKI mættu margir og ágóðinn áttu að fara í ferðasjóð, get ekki sagt að hann hafi orðið stór. Það er bara miklu skemmtilegra að gera eitthvað fyrir einhvern ef einhverjir mæta.. jæja frekar flókin setning. Á þessu málþingi voru allir að væla um klúbba, ekki er búið að stofna neinn nema einn held ég síðan þingið var. Ef fólk nennir ekki að mæta á atburði sem eru skipulagðir fyrir þá, þá efast ég um að fólk nennir að skipuleggja eikkvað sjálft.... Á málþinginu var talað um að NMÍ má ekki skipuleggja böll en gæti skipulagt fullt af öðrum hlutum, jæja ég held að NMÍ sé að reyna það, reyna að fá fólk,en gengur misvel...

Vonandi mætir fólk á Stuttmund og á 1.des, ekki láta félagslíf skólans drepast þó að Ólína sé búin að banna NMÍ að halda böll... eða já banna flest, saman stöndum vér best að vígi en það verður allavega ball á eftir 1.des:)

Innanhúsmót verður um helgina.. ætli ég verði ekki þar. Keppa á lau. og stelpurnar eru að keppa á sun. :) Farvel ! Glædileg Jul

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim