x

sunnudagur, 16. janúar 2005

Hummm....
Það sem hefur gerst frá síðasta bloggi:
*Helgi Þór keppti í idol og Nanna skakka datt út, p.s. hver kýs það að bera dautt rassgat framan á brjóstinu á sér(?) Mér fannst þetta annars ekkert spes performance það bar enginn sig svakalega úr, það var aldrei neinn einn sem dómararnir sögðu allir já geðveikt flott.
*Ég og Helga Krútta vorum að passa Jóhönnu systur Áslaugar, hún er algjör krúsídúlla og rosalega stillt, þetta var pís of keik
*Ég og Gerður eyddum föstudeginum í að vesenast og selja auglýsingar í skólablaðið, fengum nokkuð góðar undirtektir.
*Það er búið að panta flug+hótel til Costa del Sol. Hótelið heitir Santa Clara.. ég held það sé alveg prýðisgott hótel og við hefðum engan tíma mátt missa því að öll hótelin eru að fyllast.
*Ég og fleiri stelpur fórum í stelpurpartý til Suðureyrar í partýhús ömmu hennar Önnu, þar var gaman en ég var einhvern veginn ekki í stuði. Fékk mér einn öllara og varð bara allt í einu svo þreytt að ég hefði getað sofnað á staðnum.. ég held að það hafi verið útaf ég svaf bara 5-6 tíma síðasta sólarhring og settist varla niður allan föstudaginn! Þannig það hefði verið skemmtilegra ef aðstæður mínar hefðu verið betri.. annas voru stelpurnar að tala um Benedorm og ég bara spenntist öll upp og hlakka núna alveg gífurlega til að fara til Costa!
*Á leiðinni heím frá Suðureyri glamraði Karitas á gítar og við, ég Katla og Helga sungum hástöfum með.. þurftum sko ekkert útvarp! We made our own music! Karitas er að verða hinn mesti snillingur á gítar verst að geta ekki tekið hana með til Costa svo það verði gítarspil í herbergis-partýunum:(
*Ég og Kristín tókum stelpumynd með Olsen-tvíburunum, hún er hörkugóð fyrir stelpur. Ég elska allskonar svona stelpumyndir, maður virðist ekkert eldast uppúr þeim:)
*Var með Ívari í gærkvöldi ég fór ekki einu sinni útúr húsi:) Gláptum á Tellyið og so svaf ég út til hálf 2;) Svona eiga helgarnar að vera
*fótboltaæfing á eftir, með engu útiskokki! Á ég að segja jeijj? já;) jeijj

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim