x

mánudagur, 18. apríl 2005

Afdrifarík ferð...

Halló Akureyri.. skrapp í roadtrip til Akureyrar yfir helgina:) hér er ferðasaga í stuttu máli

Vaknaði snemma og fór að sækja stelpurnar, lögum af stað 08:30 á leiðinni til Akureyrar drap ég fugl, hann flaug a bilinn og drap sig, sungið og trallað, skoðað börnin hennar Kötlu og svo var ég tekin tekin tekin af löggunni á Blönduósi.. þótt að mamma hafi varað mig við þá vissi ég ekki einu sinni að Blönduós væri framundan hvað þá lögreglan sem birtist bara allt í einu úr blindbeygjunni og svo var hóll þarna.. Svo mættum við á staðinn Íris: hæ við erum komnar við kallinn sem átti gistiheimilið

Við vorumbúnar að panta íbúð en allt fór í klikk og við fengum 3 herb. í staðinn sem voru svakaflott í herb. við hliðina á var Sigmundur Ernir með konu og barn en það fór lítið fyrir þeim. Á föstudeginum kíktum við í gallerí 17 og ég keypti geggjuð stígvél.. loksins fann ég þau! Svo var ég og Kristín að vesenast, taka á móti rútunni og afhenda passa og slíkt svo var pöntuð dominos og bland og haldið smá partý í herbergjunum og horft á djúpu laugina þar sem engin önnur en Dagný var! Hún var ekki snögg að læsa sig inn á baði og horfi ekki á þetta með okkur;) haha en annars fannst mér þetta ekki skemmtilegur þáttur og horfði ekki á hann með 100% athygli Svo hringfi Kara´para í mig frá Hungery.. gaman að heyra í henni en svo byrjuðu lætin

Við vorum bara í gúddí fíling þegar strákarnir í gistiheimili hliðina á okkur koma hlaupandi til okkar: það er verið að berja okkur. ..hringið í lögguna núna! Við nottla fórum á full og hlupum út að leita að kolbeini og atla og hringdum í lögguna. Ruglaðir gaurar.. endaði með því að 3 fóru upp á sjúkrahus, gistiheimilið var í rúst en konan var mjög líbó á það, slagsmála strákarnir flúðu og löggan gat ekkert gert eða alalvega reyndi ekkert að gera.. þetta dróg aðeins úr stemmara hjá okkur og sumar fóru bara sofa en við héldum afram og kvöldið reddaðist :) Fórum á dátann og sportbar, fór svo upp brekku dauðans með Geira og Ara og Þór að éta pizzu, ugly og hlusta á sýrutónlist heima hjá Ara kom svo heim og vakti óvart sigmun erni með því að banka a vitlausan glugga en þegar ég kom var eitthvað vesen og þurftum við að vera 4 saman í 2 rúmum sem var búið að ýta saman...

Laugardagur: þynnka, sund, subway, versla, nammiát, glerártorg, greifinn, söngvakeppnin sem var geggjuð þegar maður er á staðnum hljómaði ekkert falskt en við vorum áhorfendasalurinn! :) Svo var djammað í hljóðlegu partý fórum á ÍSF ótrúlega troðið! Hvítu hattarnir voru ekki látnir í friði það var boðið 1000 kall í minn.. svaka stuð og svo fórum við í nætursöluna og svo heim.. þar fundum við írisi og gátum ekki hægt að hlæja að henni, hvað þá þegar Helga kom af BUFF-ballinu, hlógum meira að henni.. Ferðin var stuð, upphitun fyrir Spán!:)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim