x

fimmtudagur, 21. júlí 2005

HALLÓ :)

Long time no write síðan er hálfpartinn í SUMARFRÍI...

Það sem á daga mína hefur drifið er ýmislegt og ég get stundum ekki setið kyrr ég hlakka svo til spánarferðinnar, reyndar er hitabylgja þarna úti núna 42 gráður! sjitt :/ En loksins er komið sumar á íslandi, 2 dagar með sól! Kafnaði næstum á æfingu í gær

Um seinustu helgi ( letrið er að breytast að sjálfum sér án djóks) fór ég á símamót með stelpunum mínum það var bara drullugaman! Ég verslaði og fór í tívolí, sá nylon hildi völu ÁMS, fór í sund, hræddu líftóruna úr stelpunum með því að segja þeim nokkrar ógurlegar draugasögur þær öskruðu svo mikið að þær vöktu flokkinn í næstu stofu :) Þær unnu sindra, gerðu jafntefli við selfoss og rétt töpuðu hinum leikjunum, besti árangurinn hingað til ;) og þær voru hæstánægðar. Bjuggu meira að segja til síðu blog.central.is/bi-boltastelpur

Ég fór ekki með rútunni heim heldur fór ég í fermingu! já fermingu 17.júlí hjá frænku minni sem býr úti í dk, geggjaður matur og gott geim keyrðum svo heim og vinna daginn eftir.

Á föstudaginn er svo sundlaugarpartý á suðureyri!! Allur hópurinn sem er að fara út til Costa á að mæta, pottþétt djamm! Svo er Grafík á laugardagin

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim