x

föstudagur, 31. desember 2004

Það hæfir sönnum bloggara að læra af öðru og vera svolítið hermikráka ég ætla að að prófaða gera sona annál eins og Tinnz, Rut og Gulla. Nú fáum við að sjá hvað ég man, ætla að gera þetta í flýti og ekki skoða neitt tjekka á minninu sem er ekki gott! En jæja

Janúar: Íris og Ívar áttu afmæli 22. janúar, var partý þá? ææji ég man það ekki en þegar þau voru 17 varð geggjað partý! Ég fór að keppa á íslandsmóti í RVK og var veðurteppt í 5-6 daga! Ekki gaman en eyddi FULLT af pening þar og keypti mér vetrarúlpu bretti og allan pakkann kom so heim en missi ekki niður fyrir 95% mætingu, veðrið á ísó hjálpaði til þess! Hvað gerðist meira.. humm man ekki nema fullt af fleira fólki á afmæli

Febrúar: ÉG afmæli, ÉG 18 ára og fór á sjallann stuttu eftir það, var svo stolt að geta sýnt skírteinið mitt, hér var undirbúningur fyrir Gretti á fullu! Ég og Gerður sáum um búninga nee þetta var í mars okei 13 febrúar var geðveikt árshátíð og ég var ýkt fúl með hárgreiðsluna mína;<>

Mars: hér var grettir partý eftir partý eftir partý GEÐVEIKT gaman:) Eva á afmæli í mars... hmm

Apríl. 1. apríl Sólrún ósk og Vera eiga afmæli þá, gerðst eikkvað í april? Ef það voru páskar hér þá var ég að vinna og fór á bretti og það var ekkert smá gaman;) Páskadjamm var og sona.. humm

Maí: próf held ég.... og Helga guðrún og Áslaug afmæli

Júní: mamma afmæli Arnar afmæli Hildur afmæli. Ferming hjá Arnari og allir ættingjarnir fylltust vestur, geggjað gaman og so ball með Skímó á suðureyri sem ég tók frænku mína á. var að spila fótbolta, fór suður að keppa! Karitas á afmæli! Stefán Freyr fæddist 13. júní;)

Júlí: vinna og vinna og fótbolti hverja helgi, fór eikkvað suður og so var sæluhelgi, ég og áslaug gistum í tjaldi og eyddum helginni saman;) Gerður á afmæli

Ágúst: Mesta djamm ever við héltum 5 píur til Akureyrar að djamma um versló. Á ekki orð yfir hvað var gaman, hittum fullt af fólki sem við eigum aldrei eftir að tala við aftur, flugfreyjurnar, djamm, tjald, sund á hverjum morgni, og drulluþunnar keyrðum við heim. So fótbolti, pabbi afmæli og sitthvað fleira. Einhvern tímann um sumarið fór ég í sveitina og þar var ríjúnjon hjá systkinunum allir mættu nema einn. fótbolti og aftur fótbolti. Karen, Ásgerður og Eygló áttu afmæli! ég kvaddi Kareni því hún fór til Ungverjaland!;( Skólinn byrjaði með miklum missi sem ég mun aldrei gleyma...

September: Kristín afmæli, svaka partý sem endaði all hressilega.. humm.. óvissuferðin svakalega!! jésús. Langa helgin var hér. fórum nokkur suður og leigðum okkur íbúð, fórum á iðnó á ísfirsku nýbylgjuna, djammaði smá í rvk í fyrsta sinn.. ekkert so gaman

Október: humm.. hlutapróf og sona og Edith skvísa afmæli

Nóvember: Katla afmæli, gerðist eikkvað meira?

Desember: 1. des sem var frábær, aðventukvöld, mugison. 2 lokapróf, vinna og vinna fór suður 3-5 að versla og keppa á leiðinlegasta fótboltamóti ever! Guðbjörg jólabarn JÓL humm.. ég elska machisntosh, ég elska Ívar;* Áramótin!:) GLEÐILEG NÝTT ÁR!! TAKK FYRIR AÐ KOMA VIÐ HÉRNA Á SÍÐUNNI!! SJÁUMST Í KVÖLD Á ÞÉTTU POTTÞÉTTU DJAMMI ! ! ;)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim