x

fimmtudagur, 16. desember 2004

Gefðu mér gott í skóinn
góði jólasveinn í nótt.
Úti þú arkar snjóinn,inni sef ég vært og rótt.
Góði þú mátt ei gleyma,
glugganum er sef ég hjá.
Dásamlegt er að dreyma
dótið sem ég fæ þér frá.

Jámm jólin eru að koma;) Soldið síðan að síðasta blogg var en ég hef aðallega verið að vinna í Bónus og svo er tölvan mín í klikki.. ég veit ekkert hvað ég á að gera. Sko þannig standa málin að ég er með þráðlaust net og innbyggt kort og fartölvan finnur alveg tengingu og það er excelent en so segir tölvan sjálf að hún sé ekki á netinu og ég kemst ekki á explorer eða MSN, sökks og ég beið í alveg heillangan tíma.. alveg greinilega bara einn að vinna milli 5 -7 í þjónustuveri símann því ég var 20 mín að fara frá nr. 8 í nr. 4 og þegar ég var loksins orðin nr. 4 þá rakst ég í "skelli á" takkann!! ohh en þegar ég fékk þjónustu þá gat strákurinn ekkert hjálpað mér..

Svo klikkaði heimilstölvan var með TROJAN horse vírus, en Derek tölvugúrú gerði við hana og var snöggur að því;)

Var á NMÍ fundi, svakalegt stuð...

Þegar ég er í vinnunni er endalaust hægt að pæla og fylgjast með t.d. í dag voru tveir kallar sem eiga tælenska konur ( ö-a keypt þær )og þær hittust og voru að tala saman og þeir voru eins og hálfvitar. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þær voru að segja og þekktust greinilega ekki neitt. Þeir voru eikkvað að reyna að vera fyndnir og gera grín að jólakortum og sona en gekk ekkert so þeir horfðu eila bara á... :o) Þær hefðu alveg eins getað verið að segja : er kallinn þinn góður við þig?

Svo eins og gömul hjón. Kallinn spyr " en má ég kaupa sona" svar frá konunni hans: "nee ekki núna"

Jæja svo er eins kassastelpan alveg að fara á kostum en hvet ykkur eindregið til að kíkja á hana;) og bara kíkja í Bónus

Ekkert meira að segja en það að 21. des eru litlu jól hjá stelpunum sem ég er að þjálfa!;)

jújú fór á 1. des leikritið hjá G.Í. það var stórgott sumir krakkarnir komu mér hressilega á óvart! Elín systir Þórs var tær snilld þarna, hún var eins og einhver algjör ljóska þarna í bakröddinni ( átti sko að leika það.. held ég; ) Svo var Smári bróðir Ingvars bara fyndinn fyrir að vera hann. Ég hló mest að systur Jónínu, vá marr!! hún var mögnuð en annars voru krakkarnir frábærir og Ingibjörg fær sérstakt hrós fyrir góða frammistöðu í því sem hún var að gera.. veit í rauninni ekkert hvað hún var að leika:D

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim