x

fimmtudagur, 21. apríl 2005

Gleðilegt sumar

Með sól í hjarta og söng á vörum..

Búið að vera rosa gott veður, voru bara á stuttbuxum og bol a æfingu f. 2 dögum en svo kólnaði aðeins.. ég vildi samt að það væri rigning núna fyrst ég þarf að hanga inni að læra fyrir próf :(

Ég og Edith elduðum okkur Freshetta, ég hef aldrei borðað jafn sterka pizzu! ;) úff en góð samtsem áður svo fékk ég síðbúna afmælisgjöf.. alltaf gaman að fá eins svona eftir á!

Við stelpurnar kíktum á langa manga í gær.. voða gaman, Biggi, Sigurvin, Rögnvaldur og fl. tóku lagið. Svo kíktum við á rúntinn...

Mamma fór til Akureyrar í gær að keppa í blaki svo hérna heima er bara ég og Arnar..nú er um að gera að vera með fjölbreytta matartíma, fiskibollur í dós :) Namminamm

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim