x

þriðjudagur, 20. september 2005

Bústaðarferðin mikla :)

Jæja langt síðan ég skrifaði hér en margt búið að vera um að vera :) Byrjaði á óæntu fimmtudagsdjammi.. fór með ólínu kareni og ásgerði á langa manga að skipuleggja bústaðarferðina sem planið var að fara í á föstudeginum.. eftir það fór ég á sjallann og hitti Dagný og Eygló svo komu Elín Marta og Birna.. við fengum okkur allar í glas og sumar tóku lagið.. sumar meira en aðrar og fengum bjór frá leynilegum aðdáenda;)

Ákvað sökum þess að ég væri að fara að keyra allan daginn að mæta bara í skólann kl. 10:30 en klukkan 16:30 var brottför.. versluðum nesti bæði í bónus og
mjólkurbúinu.. ferðin tók enga stund og eftir 4 tíma vorum við komnar í birkihlíð í borgarfirðinum, bústað sem fjölskylda Karenar á. Þar var kojufyllerí og reynt að hressa upp á mannskapinn með drykkjuleikjum en við vorum allar drulluþreyttar
eftir ferðina og fórum í háttinn :)



Vöknuðum hressar og ókum í borg óttans að versla, fannst ekkert merkilegt til í Kringlunni og aldrei verslað svona lítið þar! hehe en fórum svo og Ásgerður fékk sér gat í tunguna, nr. 2!! by the way ;) Fengum okkur að éta á pizza hut og keyrðum so heim í bústað með tónlistina í botni og þá byrjuðu herlegheitin..



Fengum okkur bakkus og skemmtum okkur allt kvöldið og so keyrðum við yfir á Akranes, Ásgerður var driver sökum nýja gatsins og pillubruðli;) Stuðmenn og í svörtum fötum voru að spila, um 800 manns og geggjað gaman.. ég hitti Gumma frænda og bróðir mömmu splæsti bjór á mig so fór ég fremst að dansa með stelpunum sem höfðu verið fremst allan tímann að dást að Jónsa sem ég tók billjón myndir af.. misgóðar en já...

Fylgdum Gumma frænda heim og fórum so heim í bústað, þar var fljótlega eftir smá "húlluhæ" farið að sofa en já p.s. Novie drapst í bílnum á leiðinni... svo var vaknað ELDhress og farið að taka til.. og lagt í hann, haldið sér vakandi með pringles, snakk, ís, gulrótum, tyggjó og öllu

já þetta var smá ferðasaga.. enjoy. Frábær ferð.. og svo skóli í viku jeijj!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim