x

sunnudagur, 20. nóvember 2005

Róleg helgi

þá meina ég róóóóleg helgi... Þessi vika er bara búin að vera próf sem vonandi fóru öll vel;) Í næstu viku eru svo tvö hlutapróf og svo byrjar lokaprófshrunan! Aldrei verið jafn óánægð með prófatöflu eins og núna, öll prófin eru í röð! Oftast fengið allavega dag á milli til að læra!!

Föstudagurinn var ekkert spes.. þjálfa fór svo í bíó á the wedding crashers með Ívari og Írisi, hún var ekki eins góð og ég hélt.. svo tók ég myndina Wedding date.. fattaði eftir á að þetta eru ekkert nema brúðkaupsmyndir

Laugardagur: snerist minna og meira um 4. flokks stelpurnar mínar ;) Fórum út að skokka og svo á æfingu sem var meira svona leik æfingu, æfa hjólhestaspyrnur og hoppa á trampólíni. Um 7 var farið á Fernandos og borðað barnapizzur 10-11 stk soliss ;) Tókum spólu eftir mjööög langar umræður var ákveðið að taka Zoolander, klassík ( blue steel-magnum-tiger- svipirnir) Horfðum á það upp í G.A. og svo skutlaði ég stelpunum heim ;)















Það vantar Telmu og Agnesi á myndina

Er annars bara really bored! Bored out of my brain... Fullt af stelpum í rvk og ívar í afmæli en ég var annars að hlaða inn nokkrum myndum frá seinustu tveimur helgum... tjekkið á nýjasta myndsafnið :) Morgundagurinn mun fara í lærdóm fyrir Eðlisfræði 103, ógó tramma ömó En hlakka mjög til 1. des :) Djamm

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim