x

þriðjudagur, 8. nóvember 2005

NMI-stjórn

Já ég bara spyr hvað er hún að gera? Það er ekkert búið að vera að gerast í þessum skóla og er hægt að kenna mörgum um! Þegar það voru spurningar á sal og maður spurði Ólínu að einhverju þá beindi hún öllu að nmí og tók öllu sem persónulegum árásum. Það er samt rétt að nmí á að standa á sínu og ætti að halda aðalfund þar sem við nemendurnir getum spurt stjórnina!

Mér finnst og mörgum í skólanum að stjórnin sé ekki að standa sig og þá er ég ekki að tala um neinn einn því allt eru þetta frábærir krakkar t.d.

NMI.IS er þokkalega dauð síða, það að búið að setja inn tvær fréttir, ég veit ekki hvort að spjallið sé í gangi því ég hef ekkert haft fyrir því að logga mig inn

Ég hefði átt að skrá mig úr nemendafélaginu.. og ætlaði að gera það en það var um seinan þegar ég fattaði það því ég er að fá nákvæmlega ekki neitt fyrir peninginn nema nemendafélagsskírteini sem er gaman að safna og það kom frekar seint og á sumum er skriftin óskiljanleg

Hvar er íþróttaráð? Það hefur alltaf verið þannig að íþróttaráð er skipað á fyrstu 2 vikum skólans sem sér um íþróttaviðburði, stendur meira segja í lögum nemendafélagsins? Hvenær er frjálsi íþróttatíminn sem við eigum rétt á? Og það er bara búin að vera ein bekkjarkeppni og ekkert lið var sent á framhaldsskólamótið í rvk... :/ Afhverju var enginn leynivinaleikur.. hann var skemmtilegur :) 80´s vikan var góð en hefði getað verið betri.. margt sem klúðraðist en allt í goðu með það. ;)Það var óvissuferð í fyrra sem er búið að banna núna en afhverju var þá ekki gert neitt í staðinn?

Félagslífið og skólinn er að detta niður fyrir og það verður eitthvað að gerast, uppreisn eða eitthvað! Það er f****** skólaböll í öllum skólum, þau eru oft á fimmtudegi og þá frí í fyrstu tveimur tímunum daginn eftir, gæti það ekki alveg eins verið hér? Það eru oft bjórkvöld annarstaðar (að sjálfssögðu) en er ekki hægt að skapa menningu fyrir því hér? Why not...

Mér finnst skólinn líka ekkert spes t.d. er maður búinn að velja fög fyrir næstu önn en prófataflan er ekki komin? Og so virðist sem að það sé bara allt í lagi að missa 2 vikur úr hverju fagi.. auddað er gaman að fá frí í tíma en svo verður það ekki gaman í framtíðinni þegar það kemur niður á manni fyrir að kunna ekki eitthvað?

heyrheyr

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim