x

fimmtudagur, 29. júní 2006

Góðir hálsar
-og aðrir líkamspartar.. hahah!! húmor? ó ja;)

Ég er að setja inn myndir, sumum til mikillar gleði ég vona að sem flestir hafa verið að bíða eftir þeim ;) hehe en þær fara að koma og svo verð ég bara að vera dugleg að taka myndir í sumar, lífga upp á þetta!

Ég bloggaði ekkert um "meiddið" mitt en í leiknum á móti HK/Víking fékk ég alveg hræðilega fast olnbogaskot í bringuna og var alveg að drepast. Það eru komnar 2 og hálf vika síðan, daginn eftir það gat ég varla hreyft mig, ég fór til læknir útaf öðru tveimur dögum seinna en ákvað að láta hann tjekka a þessu í leiðinni,hann potaði í bringubeinið með vísifingri og sagði að það væri gott að taka íbúfen... so ég hélt áfram að drepast, ég tók íbúfen til að geta sofið á næturnar því það var vont að liggja á hliðinni. Svo tók ég líka verkjalyf f. seinasta leik og krossaði fingur að fá ekki á mig annað högg:) Allt fyrir sportið

Aníhú ég fór til Þorsteins í dag, það tekur b.t.w. viku að fá tíma hjá almennilegum lækni og almennilegur læknir kostar meira en helmingi meira en hinir. Ég er með brákað bringubein (eins og ég hafði úrskurðað sjálfa mig) og það blæddi inná, tekur 6-7 vikur að jafna sig og lítið annað hægt að gera nema taka íbúfen ef maður er alveg að drepast...

Vill bara enda þessa færslu á því að segja að ég er komin með nóg af heilbrigðiskerfinu, eilífar vesen á læknum og það er liggur við að engir tveir læknar komi með sömu niðurstöðurnar. Láta mann eyða peninga í lyf sem virka so ekkert að sögn næsta læknis! Dísus gerir mig bara pirraða og tala nú ekki um hvað þetta er dýrt, sérstaklega tannlæknadraslið!

Jæja þið sumarvinnandi fólk og aðrir lesendur kommentið nú :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim