x

fimmtudagur, 22. júní 2006

Hádí hó

Já bloggið er í hálfgerðu sumarfríi en ég ætla nú samt að reyna að blogga oftar;) Ég tók einhverjar myndir um helgina, ég og Dagný vorum á einhverju myndaflippi ég fer að kaupa myndapláss en það verður um mánaðarmátin, stelpan var að kaupa sér bíl og svona, er ekki lengur fátækur námsmaður heldur fátækur bílaeigandi sem vonar að bensínið fari að lækka!!

Búin að keppa 2 leiki frá síðasta bloggi og við töpuðum báðum en okkur er að fara fram markatalan á okkur eru búin að lækka um helming :) hehe maður verður að líta á björtu hliðarnar en djöfull var ég brjáluð í seinasta leik ég hef aldrei keppt á móti jafn miklum vælukjóum við svöruðum nottla af sama rómi en að biðja dómarann um að fara að bílum sem voru í nágrenninu og biðja þá um að hætta að biba og slökkva ljósin eru alveg út úr kortinu!

Seinasta helgi var ágæt kemur fáum á óvart en það endaði með slagmálum, alltaf sama liðið í þessu en það var heill vinhópur sem var eitthvað að bögga hvorn annan

Ohhh mig langar svo til útlanda!!!! Var að lesa bloggið hjá Ásthildi hjá stelpunum og ég er alveg sammála þér!Allirí kringum mann að fara til sólarlanda, koma eða fara. Mig langar líka ótrúlega mikið til eyja um versló en enginn er að fara allavega ekkert af stelpunum svo við erum að spá í að skella okkur til Akureyrar í roadtrip til Guggu;) Við þekkjum etta nú

En hér eru nokkrar myndir frá seinustu tveimur helgum:















set meira inn seinna veit ekki afhverju en get ekki sett fleiri:(

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim