x

þriðjudagur, 6. júní 2006

06.06.06

Maður verður bara að blogga á þessum degi því dagsetningin er svo kúl :)

Til hamingju með afmælið little sist og Bubbi sem er akkúrat að syngja núna á tónleikum, ekkert smá góður. Er að fíla þig í drasl Bubbi.

Já eins og Tinna nefndi í kommentunum þá verð ég að fara að kaupa mér pláss, myndapláss. Margir peningar fóru í bílinn en ég mun samt kaupa pláss bráðlega. Þarf að koma inn stúdentamyndum og svo auðvitað sumardjamm myndum! Vel á minnst er Brimkló málið á laugardaginn eller??

Var að keppa í gær og við töpuðum 8-0 það sem verra er að mig dreymdi þessa stöðu. Dreymdi að við hefðum tapað 8-1, ég bara spyr hvar er þetta eina mark?? Við stóðum okkur vel, einn af okkar bestu leikjum en já það er ekki í samræmi við markatölu. En við vorum með baráttuna! Klaufamörk sum en þetta lið er mjög gott sem og Fjölnir, 2 bestu liðin í deildinni en við sosum vissum að þetta myndi ganga svona, tilraunasumar.. fyrsta sinn í langan tíma sem meistaraflokkur kvk er hér, við með ungt lið og að spila saman í fyrsta sinn, versta er að við töpum alltaf svo stórt, við erum ekki að taka um 1 2 eða 3-0 heldur þrisvar sinnum það:/ æjæjæ En maður verður bara að vera bjartsýnn og ekki velta sér uppúr þessu, ekki satt?

Næsti leikur eftir viku, við ætlum að standa okkur betur!!

Rómeó og Júlía er núna... Ciao

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim