x

föstudagur, 25. febrúar 2005

Jæja blaðið komið út og allt orðið KREISÝ!!

Í orðsins fyllstu merkingu er allt kreisý ég ætla að segja frá atburðum gærdagsins:
Fór í skólann, kom heim að sofa og fór úr húsi kl:14.. ég og Ívar keyptum okkar að éta fórum svo að ná í öll eintökin af blaðinu og fylltum skottið. Skutlaði Ívari heim og fór ð þjálfa til hálf 5 fór svo í dans til 6

Kl. 6 var haldið beint á pizza í smá "celebreisjons" með ritstjórn... klukkan rétt yfir 7 var byrjað að dreifa. Takk Ívar, Nína, Kristín, Arnar, Svenni og Íris fyrir að hjálpa okkur;) Ég og Gerður sprelluðu í bænum í 3 tíma með gömlu barnakerruna hans Braga að dreifa og svo kom Írisi að hjálpa okkur, fyrst hugsuðum við að þetta væri rosalega góður göngutúr en í endann vorum við ofurþreyttar. Þetta spraði okkur samt 70. kall því pósturinn hefði tekið 70f. hnífsdal og ísafjörð því blaðið er í þyngri kantinum...

Skutlaði stelpunum heim og um hálf 12 leytið hringir Ólína skólameistari í mig og í stuttum orðuð þá öskraði hún á mig, skammaði mig og notaði orðin ValdÍSS þú ert RITSTjóri að þú skulir voga þér! ég náði ekki að segja mikið því hún greip alltaf fram í fyrir mér en ég á semsagt að mæta á fund kl. 9 á mánudagsmorgun EIN.

Þannig var mál með vexti að blaðið átti alltaf að vera 20 bls eða 24 man ekki svo bara viku eða minna ákváðum við að fara í 32 þá vantaði efni til að fylla inní sem var í rauninni ekkert mál en þetta var stuttur tími og svo við hentum inn óvissuferðrgreinunum án þess að láta Ólínu vita ( ég sendi allar greinar til hennar að ritskoða nema þessar) útaf því að þessar greinar er búið að ritskoða annars staðar og allir búnir að skoða í fjölmiðlun: BB, netinu og blöðunum. Honestly finnst mér þetta ekki vera svona mikið mál og ætlunun var alls ekki að fara á bak við Ólínu, hugsuðum ekki einu sinni út í það. Svo var eitt enn að Ólína náði ekki að skoða blaðið í heild sinni áður en það fór í prentun en það eru mrg rök fyrir því, ég skil að hún er reið yfir því utaf hun er ábyrgðarmaður blaðsins en ef ég væri ábyrgðarmaður þessa blað þá væri ég bara stolt og reyndi að horfa fram hjá þessari einu síðu það eru nú 31 aðar bls. sem hörku vinna fór í. Biggi reyndi að ná í Ólínu og skildi eftir skilaboð enhun var ekki við, svo héldum við bara áfram að vinna í blaðinu og deadline var á mánudeginum f. 2 vikum en við í geggjuðu stressi og Biggi að vinna langt fram á nætur náðum ekki að klára og fengum frest til miðvikudagskvölds-fimmtudagsmorgun sendum semsagt um leið og það var tilbúið, bara enter. send. Efst í huga okkar var ekki, ólína á eftir að sjá blaðið, ég get keki útskýrt hvers vegna.. kannski stress, kannski var verið að bíða eftir blaðinu.. Afhverju gat hún ekki komið til okkar og spurt má ég sjá blaðið eða minna okkur á að hún ætti að sjá blaðið. Það er verið að búa til Fíl úr flugu.

Þegar ég sé fólk skoða blaðið þá flettir það hraðast í gegnum þessa síðu, það er alveg sama það er búið að lesa etta áður enda er þetta gamalt mál og AUÐVITAÐ að mínu mati varð að koma eikkvað úr óvissuferðinni enda kom þetta M.Í. á kortið á sínum tíma hvort sem manni líkar vel eður verr, vorum allstaðar í fréttum og blaðið snýst um það sem hefur gerst á þessu skólaári.

En svona er lífið marr! Bölvað vesen alltaf hreint, samt sem áður finnst mér þetta var flottasta skólablað ever og auðvitað er ekkert fullkomið ég er smá fegin að ,,sumum" líki ekki við það því þá væri eikkvað að blaðinu, það var semí kaþólskt eins og Gulla orðaði það.

Ég bara varð að koma þessu frá mér;) En vonandi líkar ykkur hinum við blaðið við erum allavega búin að heyra í einum nemenda sem líkar ekki við það, hún er mjg ósátt við greinina um sig og varð bara reið og segir að við séum að gera lítið úr henni og gerðum þetta því við höldum að við séum betri en aðrir!

Fjölmennum í skrúðgönguna á eftir!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim