x

mánudagur, 14. febrúar 2005

Gleðilegan Valentínusardag...
Í dag er dagur elskenda, ö-a bara dagur ungra íslenskra elskenda því ég held að gömul hjón á Hlíf viti ekki hvaða dagur er í dag, en jújú gæti sosum verið Íslendingar eru svo GEÐbilaðir ;)

Ég á að vera að læra f. sál próf alveg merkilegt hað blogg laðar mann að sér þegar maður Á að vera að gera eitthvað annað.. Helgin var hreint út sagt frábær ég er búin að segja frá henni í stuttu máli hér að neðan. fór í klippingu, árshátíð, ívar gaf mér rós, Biggi blogg var að taka myndir vonandi koma þær vel út, þar ver tekin ein góð tussumynd og ein kærustuparmynd;* Gunnar jónsson var snillingur en svipurinn á Ólínu var fyndinn þegar hann var að syngja ,,æ og sí, sí og æ aldrei fæ ég nóg af því og eitt erindi snerist um stóra böllinn hans"

Eftir ball var partý hjá Dagný, rétt fyrir það komst maður að því að Helgi datt út og ég sá hann syngja smá.. hann getur í rauninni sjálfum sér um kennt og margir hafa verið að segja að hann hafi verið að reyna að detta út ég held það sé ekkert til í því þá er hann ruglaður að vera að klúðra svona tækifæri kannski segir fólk þetta bara útaf hann var búinn að vera rosalega góður þangað til kom að þessu kvöld og fólki bara brá.. það er meira að segja erfitt fyrir kvk að taka þetta lag útaf þetta er sveitasöngkonulag, en jæja eins og Ásgerður sagði á sínu bloggi var Tinna Marína í 6. sæti er hún ekki að "meikaða" núna? þó að fólk fíli hana MISvel jáhh allavega þoldi ég hana tæpt og gat ekki beðið eftir að hún datt út!

Ballið var snilld, þegar ég kom á staðinn var verið að syngja ,, Helgi er að koma Helgi er að koma helgi er að kom heim, dúmmdúmmdúmm syngið lagið með ,,Vioel Femnes = Blister in the sun" Helgi er dottinn Helgi er dottin Helgi er dottinn út.. já alltaf gaman að þessu;) Helgi ef þú lest þetta er þetta allt grín og spaug enda bara bullbloggið mtt;) Á ballinu var TROÐIÐ jáhá troðið af litlu fólki og já líka hinu fólkinu djöfull var ég svo brjáluð út í þessa dyraverði, ég kíkti yfir á sjallan og var bara hent út meina kortið mitt var í jakkanum hinum megin og stlepurnar þarna inni voru jafngamlar og ég og aðeins eldri.. Haalló er að verða 19 eftir 2 daga.. líka um að gera að vera með einhvern útlending að vinna sem maður skilur ekki, reyndar þá var annar dyravörður þarna ( veit ekki hvað hann heitir ) en hann talaði mjög óskírt og ég skildi hann varla!

Á laugardaginn bakaði ég Betty og fór á ritstjórnarfund.. úúú þetta blað verður svo flott;) Kreisý;) Þetta verður Vonandi flottasta og lengsta blaðið hingað til og litríkasta hehe. Svo var afmæli hjá jóa Guðna, tók fullt af myndum þar.. strákarnir voru að brillera, Röggi í þröngri úlpu, Jói að fara á kostum, Erlingur og Þór brutu stóla, syngjandi Totally eclipse of the heart, svo var ball með Hraun.. hmm ekki svo margir á dansgólfinu ;) Getið séð myndir af þvi hjá mellunum hér nokkrar myndir af mér og Rannveigu mellu sem Hafdís eyddi 5 tímum í að gera, minnir mig allavega að hún hafi sagt;)

Svo var æfing á sunnudeginum humm svo skemmtilegt! Hér eru svo nokkrir athyglisverðir tenglar

MYNDIR AF MATNUM
MYNDIR AF BALLINU
MYNDIR FRÁ JÓA AFMÆLI
Mynd af mér, Bjanna, Kristínu og mellu á mellur
Myndirnar hennar Edith af matnum;)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim