x

miðvikudagur, 16. febrúar 2005

En nú fæ allt sem ég vil
Því ég á afmæli í dag
Núna má ég allt Ég á afmæli í dag
Ég nenni ekki neinu... Ég get allt
Ég er nítján í dag
Ég nenni ekki neinu
Nú er ég stærri stelpa Með stærri drauma
Ég nenn´ekk´að far´á fætur
Lífið breytist aðeins Lengri nætur
Og sumar gleymast aldrei
Nú geri ég allt sem ég vil
Því ég á afmæli í dag Núna má ég allt…..

Það er alveg frábært að vera 19 ára.. eins og einhver spurði ,,fannst þú ekki hafa stækkað þegar þú vaknaðir?" ó jú ég finn svo mikinn mun á mér.. krakkar þið sem eigið eftir að verða 19 ára:) you just wait this is wonderful ;) ne á maður ekki að njóta dagsins

Takk allir þeir sem sögðu til hamingju með afmælið eða sendu sms ég met það mikils enda er þessi dagar bara EINU sinni á ári :) Make the most of it


*Þýskutíminn söng fyrir mig, þökk sé Guðbjörgu;)
*Stelpurnar sungu fyrir mig í morgun
*NMÍ stjórnin gaf mér köku með platkertum.. það var nú Kristín sem á heiðurinn af kökunni. Betty var étin með besti lyst á fundi í dag
*Ég bakaði Betty og fór með á æfingu, við sátum eins og litlir krakkar í hringnum með plastdisk og plastglas ;) sátum eldrauðar í framan sveittar að borða betty með puttunum:p gerist lífið betra?
*Svo fór ég heim og þar beið mín pöntuð pizza og svo komu nokkrar stelpur mest antísportistarnir sem fengu ekki köku á æfingu + katla. Ooog þá setti ég krem á Betty! 3 bettíar og ég bakaði tvær þeira þetta er mikið afrek þar sem ég er ENGINN meistari í eldhúsinu en þær voru mjög góðar... ;) Betty er nauðsynleg nú til dags

Svo fékk ég nokkrar afmælisgjafir, tásusokka úúú aldrei átt svoleiðis, vettlinga, peysu, belti, einhverja fígúru, blómvönd, rósir og pening

Nú eru aðeins 5 mínútur eftir að 16. febrúar ég vil óska Völu Flosa til hamingju með daginn en hún á líka afmæli í dag. Einhvern tímann munum við halda afmæli okkar saman, ég er viss um það.. það gerist ö-a þegar ég fer í landsliðið í stangarstökki

Svo ein asnaleg mynd af afmælisbarninu hér fyrir neðan:)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim