x

miðvikudagur, 15. mars 2006

Hádí dú

Ég er búin að vera eins og aumingi i dag, orðin slöpp aftur og komst ekki á fótboltaæfingu. Ég ætla rétt að vona að ég sé ekki að fá þess helv. pest aftur! En er að fara á fund núna kl. 9 í gamla apótekinu þar sem við fótboltastelpurnar erum að fara að athuga með boltaframtíð kvenna á ísafirði. Allar að mæta!

Það er framan á DV (í gær held ég) að anorexíusjúklingar séu að gefa hvort öðrum stólpípu í gjöf. Stelpur sem eru að reyna að grenna sig, sem eru bara sjúkar eru farnir að leita í þetta til að létta sig um kannski 2 kg. Ég bara.. úff þessir sjúkdómar (anorexía, búlomía o.fl.) eru stórhættulegir. Maður gerir sér kannski ekki grein fyrir því en það eru stelpur stundum strákar líka en algengara að stelpur séu með þetta eru að deyja á hverjum degi! Sorglegt.

En smá getraun, úr hvaða lagi er þetta textabrot? Ekki svindla og fara á google... ;)

You roll out of bed, mr. Coffee is dead, the morning's looking bright
And your shrink ran off to Europe, and didn't even write.

And your husband wants to be a girl!

Be glad there's one place in the world

-over and out..

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim