x

sunnudagur, 26. febrúar 2006

Skrámur og mar

Jájá.. frumsýningin gekk eins og í sögu! Alveg frábært show, allir í stuði og ALLT. Efitr sýningu gaf Darren okkur freyðivín og við skáluðum öll og fengum bakarísdót, Svo var bara tekið sig til á staðnum og haldið niður í Guðmundarbúð, þar var frumsýningaropartýið¨! Strákarnir í hljómsveitinni komu með allar græjurnar niðueftir og við vorum með okkar eigið ball... Við gáfum Darren gjöf, flott rauðvín og auðvitað kippu af litla jón (uppáhaldið hans)

Ársæll er bollumeistarasnillingur, bollan var að gera góða hluti, svo var tjúttað og dansað þar til lögreglan kom um hálf 3 og eyðilagði stuðið. Við fórum nú ekekrt strax út so fór fólkið út og var fyrir utan að kalla: ,,niður með lögguna" "Ísland úr nato og herinn burt" "Kárahnjúka.... o.s.frv. Kíkti svo á rúntinn með Smalla en fór svo á krúsina, spjallaði við fólk þar.. Eftir krúsina var sko enginn til í að fara heim svo við stálumst nokkur í guðmundarbúð aftur, bara taka smá til og klára snakkið ;)

Fórum svo inn í eitthvað klifurherbergi, vorum að klifra og láta okkur detta á dýnuna. Svo fer ég og Adda að sækja myndavélarnar okkar, kolniðamyrkur ekki hægt að kveikja ljós en við rötuðum nú alveg að hurðinni, en so bara bamm!! ég dett og rétt næ að halda mér á einhverju og í hendina á Öddu.. við sjáum ekkert og vitum ekkert hvað er að gerast.. öskrum á strákana sem koma og hjálpa mér upp.. Þá hef ég næstum, næstum því dottið niður c.a. 6 metra opin lyftugöng sem eru sona 50cm lengra en hurðin sem við vorum að leita að. Ekki höfðum við hugmynd að þetta væri þarna og ekkert var fyrir þessu! Bara heppni að ég datt ekki, þá væri ég sennilega ekki að skrifa þetta núna og hvað þá ef ég og Adda hefðum bara dottið báðar.. öss

Við fórum so að hjúkra mér og vorum í sjokki.. en ég er með heimsins stærsta marblett á lærinu, tognuð í öxlinni og marin á fleirum stöðum! Þarna fór betur en á horfðist. Set kannski inn mynd af marinu...

Jæja á laugardagskvöld var ég bara heima, gekk eins og útriðin hæna til að byrja með en braggaðist svo smá. Tókum til í Guðmundarbúð og fórum svo á rúntinn.. ég arna guðgeir adda dagny maría oddur smalli óli og einhverjir fleiri.. þynnkumatur o.fl. um kvöldið var vörutalning sem hefur aldrei gengið svona fljótt og vel:) Kíkti svo aðeins í bæinn en svo fór ég og Ívar bara heim

Sýningin áðan var frekar orkulaus og salurinn kannski ekki alveg hinn besti.. greinilegt að það var sunnudagur


Sjitt hvað þetta er langt blogg... En svona yfirhöfuð heyri ég bara vel talað um leikritið og margir bara ánægðir

Svo er Ólína bara búin að segja af sér.. jaja.. kom manni sosum ekkert á óvart en pælið samt hvað þetta "smart múv" hjá henni

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim