x

mánudagur, 20. mars 2006

Örvæntingar-blogg

Hvað mun framtíðin bera í skauti sér? Ég veit ekkert hvað ég er að fara að gera eftir stúdentinn! Mig langar svo margt. Mig langar að flytja suður, kannski fara í skóla en kannski ekki ef ég fer í skóla þá þarf ég að taka inntökupróf, því það sem heillar mig mest núna er læknisfræði / sjúkraþjálfun. Það próf kostar og er mjög flókið ég þarf að læra vel fyrir og fara í upprifjun úr flest öllu sem maður hefur lært því prófið er svo almennt t.d. er spurt úr goðafræði, íslenskri ljóðalist, sögu, efnafræði, eðisfræði, stærðfræði, íslensk og ensk málfræði. Þetta er allt svo yfirþyrmandi.

Svo fer maður að flytja suður þá þarf að finna íbúð sem er rándýr og ef ég fer í skóla og finn ekki íbúð sem er nálægt þá þarf maður alltaf að taka strætó eða kaupa sér bíl:/ Námslán. Svo langar mig líka bara að flytja suður og fara að vinna og safna pening til að ferðast um heiminn, langar að ferðast og skoða heiminn! En þá er maður kannski bara að draga á langinn að fara í nám og ég þyrfti enn meiri upprifjun þegar kæmi að því að fara í skóla(?)

Ef ég kemst ekki inn þá langar mig að sækja um í hjúkkunám eða þá ég myndi bara fara að vinna, það er spurning. Sumarið er meira að segja eitt spurningarmerki en það er svona að fara að skírast. Mig langaði alls ekki að fara að vinna í bónus aftur, ég er komin með ógeð, algjört ógeð. En ef ég hugsa skynsamlega þá er það besti kosturinn því ég vill þjálfa og æfa fótbolta og afþví ég er búin að vinna þarna í svolítinn tíma er ég komin með ágætis laun.

Svo er það fótboltinn það verður mikið um ferðalög, vona að yfirmaðurinn leyfi það og það passi allt saman. Svo langar mig líka út í sumar...

Það sem manni langar mikið! First of all langar mig að vinna í lottó, það myndi létta so aldeilis á mér þá yrði ég ekki næstu 30 ár að borga námslán sem eg þarf að taka.... En kæru lesendur þeir sem nenntu að lesa mína þungu þanka... eruði þið kannski með framtíðarplan fyrir mig?? :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim