x

fimmtudagur, 11. maí 2006

Maraþon

Við í meistaraflokk kvk BÍ-Bolungarvík erum að fara að standa í maraþoni frá föstudags til laugardags heilan sólarhring að spila fótbolta, eða spila og gera ýmsar æfingar á gervigrasinu. Þetta verður erfitt, sérstaklega þar sem spáin er ekkert sérstök en ég ætla að hafa með mér snjóbuxur, hlífðarbuxur, regnslá og ýmislegt fleira. Ég og Hildur erum búnar að vera seinustu 2 kvöld að safna áheitum í hverfinu okkar og það gekk bara vel :) En þið getið lesið betur um þetta hér Fyndið að í endann er sagt að konurnar muni ganga í hús en um helmingur liðsins er ekki með bílpróf.

Ein spurning að lokum sem flestir ættu að eiga sér fært um að svara, Hvert er ferðinni heitið um versló í ár?? Endilega kommentið um það!



















Þessar myndir eru frá Versló 2004 - Akureyri. Við stelpurnar skelltum okkar og Bigga og Helga eðal-djammarar voru að sjálfssögðu á staðnum. Þetta er ógleymanleg ferð, klæða sig í flíspeysu og íþr. föt og svo bara niður í bæ á djammið. Vorum líka á hinum besta stað á ógeðslegasta tjaldsvæðinu (sáum það bara í fréttunum) Stal þessum myndum af stelpunum, takk stelpur en greinilegt að kyssi-þema er í gangi;) eg get með sanni sagt ef þið skoðið hinar myndirnar að ég hafi ekki myndast vel þetta kvöld enda man ég ekki mikið eftir þessu kvöldi...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim