x

föstudagur, 10. mars 2006

9. mars

Já þokkalegur dagur. Ég og Ívar vorum í gær búin að vera saman í 4 ár!! En það var einmitt Íris sem benti mér það, (við erum greinilega ekkert að spá í tímanum) En vá hvað tíminn er fljótur að líða því ekki finnst mér þetta hafa verið 4 ár, ég man eftir 10.bekk og fyrstu 16ára böllunum, 10.bekkjarferðinni, busuninni eins og þetta hafi gerst í gær eða eitthvað! En til hamingju ég og Ívar;*

Í gær fæddist líka lítil prinsessa. Guðbjörg Stefanía og Gunnar Már áttu frumburð sinn í gær. Innilega til hamingju með litlu skvís. Ég fór í stutta heimsókn áðan, kíkti í 5-10. mín og það hvísluðu allir og maður þorði varla að anda hún var svo lítil, krúttleg og friðsæl. Þessi litla á eftir að verða stór stuðbolti;)














Hér er hún sofandi í örmum stoltustu frænkunnar:)

En að öðru, mamma yfirgaf heimilið í dag. Blakið kallaði. Ég er að passa systkini mín og það vildi svo til að systir mín krækti í pestina í morgun og hefur legið síðan. Hún hefur bókstaflega legið síðan, bara sofið.

Ég gerði mér góðan dag í jón og gunnu en Helga Guðrún gjörsamlega missti andlitið þegar við keyrðum framhjá og hún sá the stígvél í glugganum. Þessi svörtu krumpuðu klassísku, hún varð að kaupa, sko par nr. 2! En ég skellti mér á eitt par líka og keypti mér bol. Fór svo til Guðnýjar og Nonna áðan og fékk afmælisgjöf. Fékk töff bol sem svona líka smellpassar:)

Íþróttamót á morgun... shibbý
-Valdís out

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim