x

þriðjudagur, 7. febrúar 2006

Flas gerir engan flýti

Jæja ég fer bráðum yfir um... það er so mikið að gera og eftir að gerast! Ég er á fullu en ég fíla það ég er bara þannig get ekki tjillað allavega ekki eftir að ég byrja á einhverju en það sem er leiðinlegast við að gera mikið er að það er ekki hægt að vera a tveimur stöðum í einu eða þremur :( T.d. missi ég af fullt af fótboltaæfingum útaf leiklistaræfingum... En sona brot af mínu lífi:

*Mamma fór suður í gær og kemur aftur á næsta sunnudag, litla systir mín þarf að leggjast inn á spítala í rannsóknir og líka blakmót hjá múttu
*ég og arnar ein heima
*Matarklúbbur okkar stelpnanna var með sitt fyrsta kvöld í gær, ég eygló birna kristín dagný gerður og íris vorum heima hjá mér að elda og éta Chicken fajitas og kókosbombu eftirrétt, borið fram með afbagðshvítvíni
*Er að gera grein um 3.bekkjarferðalagið fyrir mí-blaðið, allt að smella saman hjá þeim
*Árshátíðarnefnd er á fullu að skipuleggja og þar er þetta líka allt saman að smella :) Það verður stress fim. og fös. um að allt heppnist vel
*Fyrsta hlutaprófið í þessari viku
*Söngæfingar fyrir leikritið voru um helgina, já þetta er víst söngleikur!
*Leikæfingar verða lengi og strengri þessa vikuna heldur en seinustu
*Fyrsta leiklsitarpartýið hið ljúfa lífs var á laugardaginn í golfskálanum. Við hittumst að éta pizzu og horfa á Sylvíu, sem var tremma flott... lagið heitir einmitt Tremma í hel.. vita allir hvað tremma er? Fara í tremma... ? hehe hún er góð og atriðið var geggjað.. hún VERÐUR að fara í keppnina... so var partý og gítarspil og dansað og bara allt saman, lagt af stað á krúsina.. mér fannst bara ekkert spes þar, ekki alveg í nógu stuði en ágætt samt. Tók myndir og fékk líka hjálp við það MYNDIR :)

B I B L Í A er bókin bókanna í orði guðs.. einhvern veginn tökum við alltaf biblíulög þegar gítarinn er tekin upp í partýum, Salem tókst áætlunarverk sitt...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim