x

sunnudagur, 2. nóvember 2003

Fimmtudagurinn.........:

Það var tískusýning í hádeginu;) Ég, Gerður, Ívar, Íris, Gulli og fl. tókum þátt:) Við stelpurnar fórum til ömmu Írisar og Gerðar og fengum ekkert smá flotta kjóla og soliss..:) Fór tvær umferðir að blása sápukúlur.. þótt að þetta hafi verið stutt þá var maður með titring útaf fólkinu (sviðskrekk) Svo fór ég í íþróttafræði og á mjög erfiða og góða æfingu:) *Læra fyrir þýskupróf*

Föstudagurinn.....:

Fór í þýskupróf gekk bara nokk vel:D Hitti svo Dúnnu smá og fór svo að vinna til 20:00 í Bónzz Sótti svo Áslaugu.. hún var með túberað hár og geggjað grúúvý:) Keyrði frekar hægt því ég var á slipperí sumardekkjum:) Skutlaði Sigurðu heim og ég og Áslaug fórum so heim að finna föt og gera okkur alveg til:) Löbbuðum á pizza að hitta fóbó stelpurnar "horfðum" á idol.. það var meira sona tjattað.. Leið okkar lá í Vallarhúsið að drekka bollu, gera okkur grúvý, fíflast, djamma, staupa, dansa, liggja í hláturkasti og löbbuðum svo af stað niðrá á ball í nístingskulda!
Ballið var FRÁBÆRT hægt að dansa við öll lögin:) Ég var á gestalista V.I.P. því að ég var í tískusýningunni en ég var líka í sona fötum=)

Laugardagur.......:

Fór að vinna klukkan 11 soldið sona þreytt=/ en það reddaðist.. meðan ég var að vinna fóru Eygló og Kristín að kaupa gjöf fyrir Kareni:) Svo í Bónus keyptum ég go Birna eikkað dóterí til að gefa Tobba í afmælisgjöf (súkkulaði, rjóma, jarðarber, g-streng, gröfu, rósir) Þegar ég og Birna vorum búnar að vinna.. náði ég í Kristínu og ætluðum til Birnu að pakka inn en ég dreif ekki upp Urðarvegsbrekkuna.. komst sona 3 metra.. svo rann ég aftur niður!! Eins gott að það voru engir bílar nálægt.. ég þurfti að keyra niður að hringtorginu og upp bæjarbrekkuna til að komast alla leið
Byrjuðum kvöldið hjá Tobba:) Það var mjög skemmtilegt!! gula bollan var betri en sú bláa, mikið betri. Fórum svo í afmælispartý út í vík til Karenar.. hún á snák og mús og kött og bara name it!;) Þar var gítarspil og ekkert smá mikið fjör.. sérstaklega þegar hún opnaði pakkana.. þá er ég að tala um pakkann frá Maríu. Fór heim og Ívar kom til mín:)

Sunnudagur.........:

Engin æfing.. og orkuhátíðin sem ég átti að hjálpa til á er frestað! Svo nuna er það bara að horfa á nágranna og klára þessa ritgerð.. síðasti séns! Og já ég fann bíllyklana að gamla Opelnum sem eru búnir að vera týndir í 5.mán og það var þvílíkt vesen afþví við seldum bílinn og konunar vildu báða lyklana.. já ég fann þá í ofan í skónum mínum sem ég er ekkert búin að fara í síðan í sumar=/ ahah

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim