x

miðvikudagur, 28. desember 2005

Þá mun ríka gleði og gaman allir hlæja og syngja saman fúm fúm fúm

Gleðilega hátið öll sömul, var ekki jólakortið í ár flott? Er að spá að setja annað slíkt fram til að óska ykur gleðilegs nýs árs hehe En þetta voru ágæt jól bara hin bestu sko:) Ég fékk fleiri pakka en ég bjóst við og þakka kærlega fyrir mig þetta voru sannkölluð töskujól því ég fékk hvorki meira né minna en 6 töskur! Ég fékk líka margt margt fleira:
*Fullt af augnskuggum og krullu-vöfflu-járn pakka ( sem ég þarf að skipta)
*Ekta eyrnalokka
*Loðhúfu (geggjaða), friends seríu og brettalúffur
*Loðvettlinga og spennu
*Eyrnalokka og glimmerdót
*Gelluveski
*Snyrtiveski sem var fullt af burstum
*Styttu og mynd í ramma frá Costa
*Náttföt, few of those hehe
*Tösku sem ég mun aldrei nota
*Snyrtitösku og White musk dóterí frá Body shop
*Tösku
*Tösku
*Nammi
*Pening
*Bók - Djöflatertan
*Handklæði + body lotion

Já þetta er sona mest af þessu :) Ég fékk eina bók, djöflatertan frá tengdó og er búin að lesa hana, í fyrsta sinn í 3 ár sem ég klára bók sem ég fæ á jólunum, ég er komin í 3. kafla í Kleifarvatn sem ég fékk í fyrra og er enn í 2. kafla á Bettý sem ég fékk f. 2 árum :/ En þetta er góð bók, mæli með henni ég er bara búin að finna nokkrar stafsetningarvillur en það er mjög pirrandi og á einni bls. þá er ein setning óskiljanleg, hún er öll í rugli og búið að víxla stöfum og orðum saman, er enginn sem les þetta yfir.. Ég ætla að vera lesayfirbækurkona þegar ég verð stór!

Én vááá hvað ég er búin að éta ógó tremma mikið marr!! Sjitturinn aldrei farið í svona mörg jólaboð líka:) Byrjuðum á því að fara á Fernandos 22.des við allar stelpurnar eða flestar í 4. bekk og það var geggjað mikið f. utan ákveðinn aðila sem sat með fjölskyldu sinni og ussaði á okkur! Halló þú ert á veitingarstað og getur ekki búist við þögn, meina það voru grenjandi og öskrandi krakkar yfir okkur áður en þessi gaur kom og ekki ussuðum við á þau, meina það lifa allir við hávaða! væri kannski annað ef þetta væri rosalega fínn veitingarstaður.. Svo þurfa Fernandos að fá sér eitthvað til að halda hurðinni aftur, hún var alltaf að opnast! Svo fórum við á langa og tókum þátt í drekktu betur

*Þorláksmessa vinna til hálf 11 og pöntuðum að sjálfssögðu pizzu i kvöldmatinn
*Aðfangadagur kaffi hjá ömmu og so maturinn góði kl. 6 ( smá seinkun reyndar) familían var bara so tjilluð á þessu öllu saman
*Jólamatur hjá Jóa og Lísu
*Jólaboð hjá ömmu
*Jólaboð hjá Nonna og Guðný
*Peking endur í matinn 2. í jólum
Svo er maður bara búin að vera að éta nammi, þynnkumat o.fl.

2. jólum djammið var þrusugott ég er að setja inn myndir :) Byrjuðum hjá Dagný í drykkjuspili mjög gaman fórum svo á ballið sem var alltof stutt, svo var eftirpartý hjá Gumma x-þjálfara sem var fínt en eftirpartý eru bara eins og eftirpartý þannig ég og Ívar skunduðum bara heim í snjókomunni so var allur snjór horfinn daginn eftir...

Í gær tjilluðum bara ég og Dagný :) og svo er vinna 29. og 30. :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim