x

fimmtudagur, 30. mars 2006

Húlla húlla húllahringir

Hvað í andsk.. var þessi maður að pæla??

Og svo er það þessi... Bara snillingur!

Ég er að fara út eftir 10 daga ;) Kobenhavn get ready.. Ég og Karen ætlum að have the time of our lives.. hvað er betra en að tjilla á 3ja***hóteli, drekka bjór á kjaraprís og versla í HM o.fl. !! Can´t wait.. fjörið byrjar reyndar allt á fimmtudeginum. Síðdegis á fimmtudegi munum ég Karen og Gerður fara með foreldrum Karenar suður. Gummi besti frændi er búinn að lána okkur herbergið sitt í Breiðholtinu þar ætla ég Gerður og Birna að gista. Svo á föstudeginum verður verslað (efast samt að ég versli mikið bíð eftir betra verði í DK) og svo verður djammað. Á laugardeginum er ASNALEGA forkeppni söngkeppni framhaldsskólanna sem RÚV er víst að halda núna því FF(félags framhaldsskólanna) er ekki lengur til!

Þannig er mál með vexti að það á að vera undankeppni kl. 15-18. Þar eru um 30 atriði eins og hefur alltaf verið. Þetta er í skautahöllinni í Garðabæ(?) Okei það er s.s. ætlast til að stuðningshópar mæta að degi til að hvetja.. miðinn kostar 1500 kr. Ég veit ekki hvort það þarf að borga á bæði, alalvega tími ég því ekki! Svo komast 12-15 atriði áfram og keppa 20:45-22:15. Báðum keppnunum verður sjónvarpað.. ég sé bara galla á þessu ég sé enga kosti en þið??

*Hver nennir að horfa á sömu atriðin tvisvar..
*Hvað eru landsbyggðarskólar að græða á þessu. Þetta hefur alltaf verið þannig að skólinn "sendir" stuðningslið eða bara margir krakkar fara suður til að horfa á þetta. Eiga þau að fara á forkeppnina og sjá atriðið, svo kemst það áfram og eiga þau að fara aftur um kvöldið og sjá öll atriðin aftur en bara til að sjá úrslitin. Eða fara á forkeppnina og svo kemst atriðið ekki áfram.. so er venjan að vera með eitthvað eins og í fyrra hattar og pompoms á að nota það í forkeppninni (því kannski kemst atriðið ekki áfram) svo kemst það áfram þá eru allir komnir með leið á þessu í alvöru keppninni.
*Fólkið þarf að hanga þarna frá 15-23:00 Áhorfendur geta kannski farið í 2 klst. en keppendur fá ekki mikla pásu...

Frétti að það væri að gera þetta til að fá færri áhorfendur á alvöru keppnina.. Fáið ykkur stærra húsnæði!!

Það hefur alltaf verið stemmari að horfa á öll atriðin í einu, að sjálfssögðu hefur verið troðningur en það er alltaf þegar eitthvað svona er og þá er það bara fyrstur kemur fyrstur fær!

Fólk hefði bara átt að mótmæla þessu frá upphafi, eða finnst ykkur þetta sniðugt fyrirkomulag?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim