x

fimmtudagur, 20. apríl 2006

Gleðilegt sumar

"með sól í hjarta og bros á vörum"

Skólinn byrjaði í gær með litlu prófi vona að ég nái yfir 8,5 því ég ætla að sleppa við lokapróf! Svo frí í dag og svo skóli aftur á morgun og svo helgi.. tilgangslaus dagur þessi miðvikudagur:) Búin að fara á tvær fótboltaæfingar og þær voru nokkuð góðar það mættu nú mæta aðeins fleiri, er að reyna að ná þoli upp aftur, tókum 2km hring í gær á 11 mín. nokkuð gott miðað við sukk í 2 vikur :) Ætla kannski að fara að skokka í dag.. en það er aldrei að vita hversu mikill viljastyrkurinn í það verður á eftir:/

Það eru 8 dagar í DIMMISION, mestu skemmtun ever! Sumir *hóst* sumir eru alltaf að missa það útúr sér hvað við erum, en þeir sem telja sig vita það haldiði því bara fyrir ykkur, alltaf gaman af surpræsum. Ég held að sumir séu það spenntir að þeir eiga eftir að drepast kl. 7 um morguninn!

Ég er ekki nógu sátt við kommentin, eitt og eitt komment en svo kíkja miklu fleiri inná síðuna skv. teljaranum. Komment gefa manni innblástur, fá mann til að blogga oftar! En jæja bara skrifa gleðilegt sumar valdís þá verð ég ánægð:)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim