x

laugardagur, 1. apríl 2006

Jæja nú jæja allir að hlæja

Veit aldrei hvað ég á að láta færslurnar mínar heita ;) Ég er bara á tjillinu núna.. í gær fórum ég og Ívar út að borða á Fernandos og svo fór hann á kóræfingu að taka upp og ég og Ásthildur vorum að horfa á, við erum grúppíurnar;) Ég segi nú bara fyrir minn smekk að þeir eru fantagóðir! Heyrði engar falsknótur og var bara að fíla þetta! Svo fór ég á rúntinn með Kareni og Evu.. í dag náði ég loksins að klára viðtalsverkefnið fyrir Stellu.. Stella er að kenna okkur lífsleikni, 1 eining takk fyrir + það að þetta er þeirra mistök það "gleymdist" að kenna okkur þetta í fyrsta bekk en anyways málið er að hún lætur okkur gera ÞREFALT fleiri verkefni en í nokkru öðru fagi. Ég er búin að gera 3 skilaverkefni, þurfum að fara í starfskynningu, gera fyrirlestur og ritgerð.. ég er bara hneyksluð en hvað er ég að kvarta ég hef aldrei mætt... geri þó verkefnin..

Ég hef tekið eftir svona *slúðri* á mörgum síðum þá helst blog.central síðum... en ég ætla að prufa að skrifa slúður í þessum stíl:

Heyrst hefur að...

*Ólétta sé smitandi, virkilega
*Strumpapartý sé í kvöld og allir verði holgóma þar
*Í nótt munu sérstöku strumparnir fá óvæntan glaðning;)
*Stelpa fædd 86´á Ísó sé ólétt
*Karlakórinn sé góður
*Ákv. aðili með tvær í takinu og þær séu vinkonur
*Par sem hætti saman um daginn sé samt sem áður alltaf að hittast
*Ákv. stelpuvinkonuhópur sé ekki eins þéttur og hann lítur út fyrir að vera
*Munntóbak sé ómissandi á djamminu
*Fólk "selji" sig til að fá fría drykki s.s. koss o.s.frv.
*Deita eldri karlmenn sé töff
*Á seinustu helgi hélt gæi framhjá dömunni sinni
*Strákur sé yfir sig ástfanginn af stelpu á föstu, en ætlar að gera allt til að ná henni
*Vera enn hrein mey/hreinn sveinn í grunnskóla sé leim og allt gert til að koma í veg fyrir það

Jámm ég held að það sé þá komið.. ég nefni að sjálfssögðuengin nöfn.. taki hver til sín sem á;) Kannski ég haldi þessu áfram.. svo er ég að spá í að hafa mánaðarins neee hættu nú alveg!

I´m out - Partýstrumpur

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim