x

sunnudagur, 29. janúar 2006

Grísir gjalda en gömul svín valda

Herra Ísland sviptur titlinum.. þetta er allt svo asnalegt eitthvað, en hann má þó eiga það að nú fær hann miklu meiri kynningu en áður, ég sjálf var eila bara búin að gleyma hver herra ísland var áður en þessi umfjöllun byrjaði!

Katla sæta kom LOKSINS til Ísafjarðar, tilefni ferðinnar var samt leiðinlegt en við reyndum að gera gott úr þessu. Fórum á Fernandos að borða á föstudaginn og stelpurnar í fótboltanum fóru líka, ég var á milli tveggja hópa. Svo fórum við allar + um 200 manns á minningarathöfn við Menntaskólann. Þetta var allt svo ótrúlega fallegt, fjölskylda Þóreyjar var svo sterk, lögin og ljóðin falleg og kertaljóminn líka. Það sem mér finnst enn svo ótrúlegt er að við vorum að kveðja 17 ára engil.

Þessi hörmulegi atburður leiðir hugsanir mínar til Sifjar og ég vona svo innilega að henni líði vel þar sem hún er og vona að hún viti að við munum aldrei gleyma henni. Ætli hún og Þórey séu ekki að bralla eitthvað saman þarna uppi? Þið lifið að eilífu í hjarta mínu;*

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]



<< Heim